10.03.1983
Neðri deild: 61. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2900 í B-deild Alþingistíðinda. (2912)

221. mál, lánsfjárlög 1983

Frsm. meiri hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Út af orðum hæstv. fjmrh. vil ég vekja athygli hans á því. að þetta erindi frá Verslunarskóla Íslands kom til fjh.- og viðskn. á sama tíma og þau lánsfjárlög sem við erum að afgreiða hér nú. Við höfum því hatt svipaðan tíma til að skoða lánsfjárl. og þetta erindi frá Verslunarskóla Íslands. Það er nákvæmlega sami tími. Ég er sannfærður um að við mundum vilja hafa ýmislegt öðruvísi í lánsfjárlögunum ef við hefðum fengið tíma til þess, ef þau hefðu verið lögð fram hér á Alþingi eins og lög gera ráð fyrir í októbermánuði á s.l. ári.