10.03.1983
Neðri deild: 61. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2901 í B-deild Alþingistíðinda. (2917)

198. mál, fjáröflun til vegagerðar

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Svo hratt gengu mál hér rétt áðan að nefndarstörfum um þetta mál lauk hér í húsinu fimm mínútum fyrir kl. 5. Formaður n. gaf út sitt nál. fyrir hönd meiri hl. Frsm. minni hl. hafði ekki tíma til þess því að hann þurfti að vera kominn í ræðustólinn að fimm mínútum liðnum. Hann var í ræðustól í nokkuð langan tíma, um það bil hálftíma, en engu að síður var þetta mál tekið til afgreiðslu án þess að gæfist tækifæri til að gefa út nál. minni hl. og flytja brtt. sem hugsuð var við þetta frv. Það er því ósk mín að umr. verði frestað til morguns þannig að það gefist tækifæri til að vinna þetta mál eins og eðlilegt er og minni hl. fái tækifæri til að koma sínu nál. fram, þó við 3. umr. sé, og brtt. (Forseti: Forseta urðu á mistök í sambandi við þetta mál og hann fellst á beiðni um frestun málsins.)