11.03.1983
Efri deild: 67. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2935 í B-deild Alþingistíðinda. (2965)

249. mál, samkomudagur Alþingis

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Þingræðið er grundvallarregla í stjórnskipun Íslendinga. I till. um nýja stjórnarskrá er þessi skilningur áréttaður eins og hann birtist í tveimur þskj. hér á Alþingi nú. Samkv. þessari grundvallarreglu ber framkvæmdavaldinu að fara eftir og hafa hliðsjón af vilja Alþingis á hverjum tíma. þótt hitt sé rétt. að að formi til taka framkvæmdavaldshafar ákveðnar ákvarðanir. Grundvallarreglur stjórnarskrárinnar eru hins vegar þær. að hafi vilji þingsins komið fram er hann meginforsenda þeirra ákvarðana sem taka ber. Þess vegna teljum við, sem að þessari till. stöndum, eðlilegt og rétt í samræmi við þingræðislega grundvallarreglu okkar stjórnskipunar að Alþingi lýsi vilja sínum. og ég segi því já.