11.03.1983
Efri deild: 67. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2935 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

249. mál, samkomudagur Alþingis

Viðskrh. (Tómas Árnason:

) Herra forseti. Eins og komið hefur fram í umr, um þetta mál er ótvírætt að íslenska stjórnarskráin, stjórnarskrá lýðveldisins. mælir svo fyrir að forseti lýðveldisins skuli stefna saman þingi. Ég álít því með tilliti til þessa ákvæðis að þessi till., sem hér verða greidd atkv. um. sé í raun og veru óþingleg, vegna þess að hún brýtur í bága við anda stjórnarskrárinnar og raunar skýlaus fyrirmæli hennar. Eins og hefur verið tekið fram er auðvitað aðferðin sú fyrir meiri hluta þings að fá vilja sinn fram í þessu efni með því að mynda ríkisstjórn og að forsrh. þeirrar ríkisstjórnar gerir till. til forseta lýðveldisins um að kalla saman þing. Ég skírskota að öðru leyti til málflutnings hæstv. forsrh. um þessa till. og segi nei.