10.11.1982
Efri deild: 9. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 523 í B-deild Alþingistíðinda. (298)

73. mál, stjórn flugmála

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Hæstv. samgrh. upplýsti að ég hefði ekki beint spurningu minni til rétts aðila. Ég spurði hæstv. samgrh., en hann hefur tjáð okkur að ég hefði átt að spyrja hæstv. utanrrh. Ég vil því beina sömu spurningu til hæstv, utanrrh., hvort hann vilji beita sér fyrir því að flugmálastjóri fari með öll flugmál á Keflavíkurflugvelli. Ég spyr hæstv. utanrrh. með því að hæstv. samgrh. hefur tjáð mér að ég ætti að beina þessari spurningu til hæstv. utanrrh. (Gripið fram í.) Já, ég spurði hvort hæstv. utanrrh. vildi beita sér fyrir því, að á meðferð þessa máls, sem við nú ræðum, verði gerð sú breyting að flugmálastjóri fari með öll flugmál á Keflavíkurflugvelli. Þetta er spurningin. Ég tel að þó að ég hafi ekki spurt hæstv. utanrrh. fyrst að þessu hafi ég fulla ástæðu og hafi haft til að spyrja hann þegar í stað að þessu, miðað við ummæli hans áðan um þessi efni.