11.03.1983
Neðri deild: 62. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2946 í B-deild Alþingistíðinda. (2987)

163. mál, verðlag

Frsm. meiri hl. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 56 frá 16. maí 1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti með síðari breytingum.

Nefndin hefur kannað og rætt þetta mál og fengið á sinn fund bæði borgarstjórann í Reykjavík og verðlagsstjóra.

Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt. Rétt er að geta þess, að bæði borgarstjórinn í Reykjavík og verðlagsstjóri töldu samþykkt þessa frv. til bóta til þess að komast þannig hjá bæði málaferlum og þrasi úti í þjóðfélaginu.