11.03.1983
Neðri deild: 62. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2953 í B-deild Alþingistíðinda. (3004)

163. mál, verðlag

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það hefur komið í ljós við þessar umr. eins og stundum áður að hv. þm. Vilmundi Gylfasyni er ekki sjálfrátt stundum. Hann sagði hér áðan: Ég er fylgjandi efnisatriðum málsins. Og bætti síðan við: Af pólitískum ástæðum segi ég nei. Við vitum það þm. að hjartalag hans er gott. Ef það fengi að ráða mundi hv. þm. stundum komast að skynsamlegri niðurstöðu. En kerfismaðurinn er svo sterkur í honum og hann verður allt of oft ofan á. Þar sem mínar pólitísku ástæður og hinar efnislegu fara saman hjá mér eins og vant er, þá segi ég já.