11.03.1983
Sameinað þing: 64. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 2991 í B-deild Alþingistíðinda. (3032)

Um þingsköp

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Hér er greinilega kominn upp verulegur ágreiningur — ágreiningur sem felst í því að meiri hl. þings eða það sem meira er, tveir deildaforsetar að því er mér skilst, óskar eftir því að halda fundi í sínum deildum, en forseti Sþ. neitar því að deildafundir verði haldnir. Ég spyr: Við hvaða ákvæði í þingsköpum styðst hann þegar sú ákvörðun er tekin að deildaforsetum sé meinað að halda deildafundi? Hvar eru þau ákvæði í þingsköpum sem ákveða að forseti Sþ. geti ráðið í tilvikum sem þessu?