10.11.1982
Neðri deild: 9. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 524 í B-deild Alþingistíðinda. (305)

Um þingsköp

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Þetta eru mistök forseta. Skráð hafði verið annað, að vísu ekki með minni hendi þegar ég fletti því upp, en till. hv. þm. var allshn. og vitanlega verður það borið fyrst upp. En síðar hafði verið lögð fram till. um félmn. Eru þetta mistök forseta, en ekki að hann hafi raðað neinum stéttum niður fyrir sér. (Gripið fram í.) Það er svo annað mál, sem krefst þá sérstakrar umr., og má það vel verða þótt síðar verði. En það er till. um allshn.