14.03.1983
Efri deild: 68. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3082 í B-deild Alþingistíðinda. (3061)

158. mál, bann við ofbeldiskvikmyndum

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Fyrr í vetur var flutt hér í hv. Ed. frv. sem fól í sér takmarkanir á möguleikum barna og unglinga til að horfa á ofbeldiskvikmyndir, hvort sem þær væru sýndar í kvikmyndahúsum eða á myndböndum. Hv. þm. Eiður Guðnason og Kjartan Jóhannsson fluttu frv.

Þegar, hv. menntmn. Ed. fékk til meðferðar frv. ríkisstj. um bann við sýningu ofbeldiskvikmynda ákvað nefndin að reyna að samræma grundvallarhugsun þess þmfrv., sem hér hafði verið flutt á sínum tíma, við stjfrv. Þess vegna hefur n. flutt tvær brtt. við frv. sem fela í sér skyldur yfirvalda að hafa eftirlit með því að börn og unglingar hafi ekki aðgang að því myndefni sem byggt er á ofbeldi og öðru því sem talið er að hafi óæskileg áhrif á viðhorf og athafnir barna og unglinga. Nefndin mælir því með því að frv. verði samþ. með þessum breytingum.

Í Nd. var samþykkt brtt. við stjfrv., sem fól í sér að gildi þess er bundið við ákveðinn árafjölda, og teljum við rétt að svo sé því að hér er að vissu leyti farið inn á nýjar brautir og eðlilegt að skoða að loknu nokkru árabili þá reynstu sem fengist hefur af þessari löggjöf.