14.03.1983
Efri deild: 68. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3095 í B-deild Alþingistíðinda. (3070)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Salome Þorkelsdóttir:

Þetta frv., sem samkomulag varð um að leggja fram með formönnum þingflokkanna, gerir ráð fyrir fjölgun þm. um þrjá. Það liggur fyrir að sá áfangi í réttlætisátt, sem frv. gerir ráð fyrir varðandi jöfnun á vægi atkvæða, næst ekki án fjölgunar þm. um þessa þrjá. Þrátt fyrir að ég sé á móti fjölgun þm. og ég telji það grundvallarmannréttindi að atkvæðisréttur landsmanna sé jafn án tillits til búsetu tel ég þetta frv. það þýðingarmikinn áfanga, þótt lítill sé í réttlætisátt, að ég segi já.