14.03.1983
Efri deild: 68. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3096 í B-deild Alþingistíðinda. (3074)

206. mál, stjórnarskipunarlög

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Í þessu máli er hætt við að aldrei finnist sú niðurstaða sem allir telji sig geta vel við unað. Sú niðurstaða, sem við erum að greiða atkv. um í dag, er málamiðlun og samkomulagslausn og auðvitað er auðvelt að egna til ófriðar um þessa lausn, en þeir sem það gera hafa held ég heldur lítinn sóma af. Ég tel þetta eðlilega og skynsamlega málamiðlun og þess vegna segi ég já.