14.03.1983
Efri deild: 70. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3110 í B-deild Alþingistíðinda. (3105)

221. mál, lánsfjárlög 1983

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Það var rætt hér um sjóefnaverksmiðjuna á Reykjanesi rétt áðan og fjmrh. talaði um að það ætti að stækka verksmiðjuna upp í 9 þús. tonn. Mig langaði nú til að forvitnast um hvort ekki er um mismæli að ræða, því að það er skýrt á kveðið í lögum um að það skuli byggja 8 þús. tonna áfanga og málið þurfi að koma fyrir Alþingi eigi að stækka hana frekar. (Fjmrh.: Já, það var það sem ég átti við.) Áttirðu við 8 þús.? (Fjmrh.: Í staðinn fyrir 9, já.) Þá er það leiðrétt. Þá held ég að ég láti máli mínu lokið að þessu sinni.