14.03.1983
Neðri deild: 65. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3131 í B-deild Alþingistíðinda. (3149)

Um þingsköp

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hér hefur verið lesinn upp langur listi yfir mál sem á að afgreiða á þessum fundi. Það var einnig mikið málaflóð á dagskrá fyrsta fundarins og mér sýnist að það sé mjög ólíklegt að þau mál verði öll afgreidd á þeim fundi sem nú er. Ég sé því ekki ástæðu til að bætt sé málum á dagskrána nema forseti telji markleysu eina það sem hann sagði hér áður um þau mál sem hann ætlar að taka fyrir.