18.10.1982
Efri deild: 3. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

11. mál, orkulög

Flm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir upplýsingar um stjórn Orkustofnunar sem ég óskaði eftir. Ég fagna því sem hæstv. ráðh. sagði, að það hefði orðið gagn að þessari stjórn. Það styrkir mig í þeirri skoðun að þá muni verða enn meira gagn að þingkjörinni stjórn. Við getum deilt um það. Mér þykir rétt að minna á að sá maður sem ætla mætti að væri þessum hnútum kunnugastur, orkumálastjóri, var á sinum tíma á móti því að sú stjórn sem hæstv. ráðh. hefur skipað yrði skipuð og lét þess getið í þeim umr. sem ég vitnaði til áðan, að hann teldi réttara að það væri þingkjörin stjórn ef það ætti að vera stjórn.