11.11.1982
Sameinað þing: 16. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (341)

Um þingsköp

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Aðeins örstutt aths.

Mér þykir menn halda hér langar ræður af litlu tilefni. Þessi þáltill. gerir ráð fyrir að komið verði á fót nefnd sem skal kanna ákveðin atriði í samskiptum Íslenskra aðalverktaka við bandaríska herinn. Þau viðskipti eru vitaskuld utanríkismál og um þau fjalla þar af leiðandi utanrrn. og utanrmn. Einmitt þess vegna er með öll óeðlilegt að utanrmn. búi til þá forsögn sem þessi nýja nefnd fær í veganesti fyrir rannsókn. Það er ekki venja að þeir sem rannsaka skal búi sjálfir til forsögn að rannsókn. Vitaskuld er eðlilegt að önnur nefnd leiði þá forsögn sem nefndin fær í veganesti og þess vegna styð ég það auðvitað eindregif9 að það verði hv. allshn., sem á þátt í þeirri forsögn, en ekki hv. utanrmn., þar sem hún hefur sjálf fjallað um þau viðskipti sem hér er um að ræða.