16.11.1982
Sameinað þing: 17. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

48. mál, könnun á lífríki Breiðafjarðar

Menntmrh. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Það er spurt um hvað liði framkvæmd þál. um verndun og könnun á lífríki Breiðafjarðar sem samþykkt var 22. mars 1979. Ég hef leitað upplýsinga hjá formanni þeirrar nefndar sem fer með þessi mál og á að gera tillögur í sambandi við þessa þál. Bréf hans liggur hér fyrir og mér þykir rétt að lesa það. Það er skrifað í Reykjavík 28. okt.1982:

„Vegna fyrirspurnar hins háa ráðuneytis um störf nefndar, sem skipuð var til að gera tillögur um könnun og verndun lífríkis Breiðafjarðar skal eftirfarandi tekið fram:

Nefndin hefur haldið marga fundi og unnið að ýmissi gagnasöfnun og úrvinnslu milli funda. Nefndin hyggst ljúka störfum á þessum vetri.

Virðingarfyllst,

Andrés Valdimarsson,

formaður.“

Ég held að þetta bréf skýri nokkurn veginn hvað hér er um að ræða. Nefndin er enn að störfum og hefur í hyggju að ljúka störfum sínum og skila tillögum á þessum vetri.