19.10.1982
Sameinað þing: 4. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

Um þingsköp

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Þetta er úrskurður sem mér finnst ekki hægt að una við, að fsp., sem lögð er fram á skrifstofu þingsins og fær þar númer, verði þá fyrst formlegt þskj. og formlegt þingmát þegar meiri hl. Alþingis hefur hafnað því að hún verði þingmál. Það er regla sem ég satt að segja fæ engan botn í, að málið fái þá fyrst formlegan sess sem þingmál þegar meiri hl. Alþingis hefur hafnað því að það verði þingmál eða þá að fá númerið og sessinn sem þingmál áður en þingið tók endanlega afstöðu. En að gera það að þingmáli þá fyrst þegar meiri hl. Alþingis er búinn að hafna því að það verði þingmál! Ég segi í fullri hreinskilni að ég botna ekki upp né niður í slíkum úrskurði.