10.10.1982
Sameinað þing: 1. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Benedikt Gröndal segir af sér þingmennsku

Aldursforseti (Gunnar Thoroddsen forsrh.):

Forseta Sþ. hefur borist svohljóðandi bréf, dagsett 6. ágúst 1982:

„Þar eð ég hef verið skipaður sendiherra Íslands í Stokkhólmi frá og með I. sept. segi ég af mér þingmennsku frá þeim tíma.

Virðingarfyllst,

Benedikt Gröndal“.

Í stað Benedikts Gröndals tekur sæti á Alþingi Jón Baldvin Hannibalsson og verður 9. þrn. Reykv. Býð ég hann velkominn.

Þriðjudaginn 12. okt., kl. 2 miðdegis, var fundi fram haldið.