20.10.1982
Neðri deild: 4. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

26. mál, Olíusjóður fiskiskipa

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Það eru aðeins nokkrar setningar. Ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir skýr — svo langt sem þau ná — og áreitnislaus svör við fsp. mínum, en það var eitt atriði sem vakti athygli mína. Hann sagði að Framsfl. sem stofnun hefði lagt það í hendur forsrh. að leggja brbl. fram og mundi hlíta því. Það er út af fyrir sig leikregla og ekkert við því að segja. En nú vil ég spyrja í framhaldi af þessu: Ef hæstv. forsrh. svo ákveður að draga framlagningu brbl. um launamál fram yfir 1. des., mun Framsfl. lúta því?