06.12.1982
Efri deild: 14. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

103. mál, meðferð opinberra mála

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Allshn. þessarar hv. deildar hefur á fundi sínum fjallað um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 74 frá 21. ágúst 1974, um meðferð opinberra mála. Nefndin mælir einróma með samþykki frv. Eyjólfur Konráð Jónsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Efni þessa frv. er í fáum orðum sagt að sektarheimildir lögreglustjóra og lögreglumanna eru hækkaðar með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á verðlagi í landinu frá því að þessi ákvæði voru sett í lög á árinu 1980, þ.e. fyrir tæpum þremur árum. Sú breyting, sem hér er gert ráð fyrir á þeim upphæðum sem hér er um að tefla, er fjórföldun, sem segir auðvitað sína sögu um verðlagsþróun í þessu landi. — En allshn. mælir einróma með samþykkt þessa frv.