07.12.1982
Sameinað þing: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 994 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

269. mál, verðmyndunarkerfi landbúnaðarins og endurskoðun útflutningsbótakerfisins

Davíð Aðalsteinsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð viðvíkjandi ummælum hv. þm. Ólafs Ragnars Grímssonar, að hann undraðist hversu fáir hefðu tekið þátt í bústofnsfækkun, þ.e. hversu fækkun hefði orðið lítil á grundvelli samninga. Ég held persónulega að ástæðurnar séu einkum tvær. í fyrsta lagi er það mín skoðun, að þau mál hafi verið heldur seint á ferðinni með tilliti til bústofnsfækkunar á þessu hausti. Í öðru lagi er það mín skoðun, að bændum hafi ekki þótt þeir samningar, sem boðið var upp á, nógu fýsilegir. Í raun og sannleika voru þeir samningar á þann veg, að það var boðið fullt verð fyrir kjötið af förgunarfé fram yfir eðlilega förgun. Í raun og sannleika var það sú umbun, sem boðið var upp á, gegn því að fé væri ekki fjölgað næstu 5 ár. Ég endurtek, ég held að meginástæðurnar fyrir því að svo fáir gengu til þessa frjálsa samnings — og ég ítreka það að það var boðið upp á frjálsan samning í þessu skyni - en meginástæðurnar fyrir þessu voru einmitt þær tvær sem ég hef nú nefnt.