07.12.1982
Sameinað þing: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (723)

269. mál, verðmyndunarkerfi landbúnaðarins og endurskoðun útflutningsbótakerfisins

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Aðeins örstutt aths. og ég held mig við landbúnaðarmálin. Það er dálítið sláandi að alltaf þegar talað er um andstæðinga landbúnaðarins á Íslandi, þá taka Alþfl.-menn það allt til sín. Auðvitað veit ég að Alþfl.-mönnum er ekki illa við bændur. Hafi ég verið með einhverjar getsakir í þá átt, þá tek ég það til baka. En heyrt hef ég íslenskan bónda tala um þrjár meginplágur fyrir íslenskan landbúnað. Það er hafís, eldgos og kratar.