13.12.1982
Efri deild: 17. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1102 í B-deild Alþingistíðinda. (817)

112. mál, eftirlaun aldraðra

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.og trn. Ed. hefur haft til umfjöllunar 112. mál, þ.e. frv. til breytinga á lögum um eftirlaun til aldraðra. Eins og fram kemur í nál. var n. sammála um afgreiðslu frv. og mælir með samþykkt þess ásamt með brtt. sem flutt er á sérstöku þskj.

Það frv., sem hér er til umfjöllunar, gerir í fyrsta lagi ráð fyrir framlengingu á verðtryggingarákvæðum í eftirlaunum til aldraðra og í öðru lagi er breyting að því er varðar dagsetningar vegna gjalddaga áætlaðs framlags áranna 1983 og 1984.

brtt., sem ég gat um áðan og nefndin flytur, er fyrst og fremst flutt til að sýna þann vilja sem ríkir, þ.e. að greiðslum vegna þriggja stiganna verði létt af Atvinnuleysistryggingasjóði í áföngum, enda kemur það fram í fjárlagafrv. fyrir næsta ár að þar er gert ráð fyrir greiðslu á 5.5 millj. í þessu skyni. Við töldum ekki fært í nefndinni að segja til um í dagsetningum hvenær þessi yfirtaka skyldi verða að fullu, en það varð að ráði að láta koma fram með þessari brtt. hver hinn óyggjandi vilji væri meðal nm. í þessu tilliti.

Fjarverandi afgreiðslu þessa máls í n. voru Karl Steinar Guðnason og Gunnar Thoroddsen, eins og fram kemur í nál.

Ég tel ekki ástæðu til að fjalla um þetta frekar. Eins og fram hefur komið og fram kom í n. er þetta algert samkomulagsmál og stíga allir fram sem einn maður um afgreiðslu þess.