14.12.1982
Sameinað þing: 29. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

Um þingsköp

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það er aðeins ein stutt spurning til hæstv. ráðh. Nú virðist ljóst vera að ekki verður fyrir jólaleyfi lagt fram frv. til lánsfjárlaga. Þess vegna leikur mér hugur á að fá að vita hvort hæstv. fjmrh. hefur þá í hyggju að legg ja fram tillögu í sambandi við afgreiðslu fjárlaga um að honum verði heimilað að taka erlend lán á næsta ári. Um það var harkalega deilt á Alþingi í fyrra hvort slík afgreiðsla væri raunar samboðin þinginu. Menn voru almennt sammála um að svo væri ekki, þó svo að hæstv. fjmrh. hefði sitt mál fram þá. Af því gefna tilefni vil ég spyrja hvort hæstv. ráðh. hyggst leggja fram tillögu við afgreiðslu fjárlaga um að honum verði heimilt að taka erlend lán, þó svo að lánsfjárlög hafi ekki verið afgreidd.