16.12.1982
Sameinað þing: 31. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

271. mál, rækjuveiðar við Húnaflóa

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Út af þeim aths. sem hér hafa komið fram vil ég aðeins nefna það, að ef eitthvað hefur raskast það jafnvægi sem var 1975, þá er það heldur Húnaflóamönnum að austanverðu til hagsbóta. Þar hafa bæst við tveir togarar og ætti þá kannske að færa eitthvað af kvótanum vestur yfir. Ég vil vekja athygli á því. En ég hef það heldur ekki í huga.

Hins vegar ef hv. þm. Norðurl. v. vilja gera til mín sameiginlega tillögu um flutning á rækjukvóta milli staða við austanverðan flóann skal ég með ánægju skoða það.