16.12.1982
Neðri deild: 20. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1235 í B-deild Alþingistíðinda. (967)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Guðmundur J. Guðmundsson:

Herra forseti. Mál það sem hér er til umr. er frv. til l. um breyt. á lögum um tekjustofna sveitarfélaga o.s.frv.

Ég get haft þessi orð fá. Það kom skýrt fram í ræðu frsm. að öll meginatriði í sambandi við frv. og afstöðu nefndar eru á þskj. 182. Í áliti n. segir:

„Einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. er fram kunna að koma.“

Þennan rétt notfæri ég mér sem nm. Ég legg að vísu ekki til að 4. gr. standi óbreytt eins og hún er í frv., heldur reyni ég að einfalda og lækka jafnframt innheimtuna og það er, eins og hv. þdm. sjá, niðurlagið á till. minni: „Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga, er óheimilt að hækka fasteignaskatta milli áranna 1982 og 1983 um meira en 65%.“ Það er farin þar ákveðin millileið.

Ég held að ég þurfi ekki að hafa um þetta fleiri orð. Þetta kom ákaflega skýrt fram í ræðu frsm. og viðbótartill. mín er ákaflega einföld.