17.12.1982
Efri deild: 23. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (981)

117. mál, Lífeyrissjóður bænda

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Ed. hefur tekið til meðferðar frv. til l. um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð bænda. Hér er um að ræða framlengingu á verðtryggingarákvæðum um greiðslu verðtryggðs lífeyris til bænda og er í samræmi við frv. sem hefur verið flutt hér áður, frv. til l. um breytingu á lögum um eftirlaun til aldraðra.

Mál þetta er Nd.-mál og þar var það samþykkt ágreiningslaust í n. Í fjh.- og viðskn. Ed. er málið einnig án ágreinings og segir í nál.n. hafi fjallað um frv. og leggi til að það verði samþykkt. Undir það rita Ólafur Ragnar Grímsson, Kjartan Jóhannsson, Guðmundur Bjarnason, Eyjólfur Konráð Jónsson, Davíð Aðalsteinsson, Lárus Jónsson og Gunnar Thoroddsen.