17.12.1982
Efri deild: 23. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

123. mál, tollskrá

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Ed. hefur tekið til meðferðar frv. til l. um breytingu á lögum um tollskrá o.fl. með áorðnum breytingum. Hér er um að ræða frv., sem er framlenging á lögum nr. 83 frá 1981, þar sem fjmrh. var veitt heimild til þess að leggja jöfnunarálag á hús og húshluta í tilteknum tollskrárnúmerum.

Í frv. þessu felst að gildistími laganna er framlengdur frá 31. des. 1982 til 31. des. 1983. Í nál. segir: „Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt. Einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja og fylgja brtt.“ Undir nál. rita Ólafur Ragnar Grímsson, Kjartan Jóhannsson, Guðmundur Bjarnason, Lárus Jónsson, Davíð Aðalsteinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Gunnar Thoroddsen.