17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (997)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að benda á að aths. hv. 1. landsk. þm. er á grundvallarmisskilningi byggð. Hér er ekki greitt atkv. um 4. gr. í frv. ríkisstj., heldur brtt. frá okkur hv. þm. Albert Guðmundssyni, sem gerir ráð fyrir að eignarskattar og fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hækki ekki nema um 42% á milli ára. Er því síður en svo aðeins átt við sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur og Reykjavíkurborg, heldur öll sveitarfélög á Íslandi og einnig ríkissjóð sjálfan. Ég segi já.