17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (998)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Með tilvísun til ummæla hv. 6. þm. Reykv. og með því að benda á að ríkisstj. hlýtur að hafa í huga að flytja sams konar frv. og er að finna á þskj. 173, um notkun fasteignamats til viðmiðunar eignarskatts, varðandi þinglýsingargjöld, sem jafnframt miðast við fasteignamat, vil ég lýsa því yfir að ég styð slík frumvörp þar sem það á við, en segi nei við þessari brtt.