10.10.1983
Sameinað þing: 1. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Rannsókn kjörbréfa - varamenn taka þingsæti

Aldursforseti (Ólafur Jóhannesson):

Frsm. kjördeilda hafa hver fyrir hönd sinnar kjördeildar lagt til að þau kjörbréf sem deildirnar hafa haft með höndum verði samþykkt og kosning og kjörgengi þm. tekið gilt. Þetta gildir um 60 alþm. og auk þess um þá þrjá varamenn sem óskað er eftir að taki sæti nú á Alþingi, hæstv. utanrrh. Geir Hallrímsson, Björn Dagbjartsson og Margréti Frímannsdóttur. Þetta eru samhljóða tillögur og ég tel rétt að bera þetta upp í einu lagi ef enginn hreyfir mótmælum.