05.12.1983
Efri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1301 í B-deild Alþingistíðinda. (1144)

31. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Valdimar Indriðason):

Virðulegi forseti. Það frv. sem hér lá fyrir n. fjallar um hluti sem þegar eru gerðir og var viss varúðarráðstöfun á sínum tíma ef tíðarfar hamlaði kjörsókn þegar kosningar færu fram.

Nefndin varð sammála um að mæla með því að frv. verði samþykkt og þarf ekki fleiri orð þar um.