19.10.1983
Efri deild: 7. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

26. mál, fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Er það rétt skilið hjá mér að þingfundi sé nú slitið fyrir venjulegan fundartíma sem lýkur kl. 4, vegna þess að ætlunin sé að halda nefndarfund? Það finnast mér ekki eðlileg vinnubrögð, nú í upphafi þings. Nefndum þingsins er ætlaður starfstími á morgnana og þær halda þá gjarnan fundi og ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnast það ekki eðlileg vinnubrögð að stytta fundartíma þessarar hv. d. þó ekki sé það langur tími að vísu. Og ég spyr: Hugsa stjórnarflokkarnir sér einhverja breytingu á vinnutilhögun í nefndum þannig að þær ætli sér að halda fundi í auknum mæli eða einhverjum mæli á þeim tíma sem fram til þessa hefur verið ætlaður til starfa í sameinuðu þingi og deildum? Mér finnast þetta ekki rétt vinnubrögð.