19.10.1983
Efri deild: 7. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (118)

26. mál, fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Ég mun taka ábendingu hv. 5. landsk. þm. til greina við seinni ákvarðanir í þessum efnum. En þar sem ég taldi að ástæða væri til að halda þessum umr. áfram og þær myndu jafnvel dragast fram yfir þann tíma sem við höfum, til kl. 4 þá taldi ég ástæðu til að slíta fundi núna svo að aðeins gæfist svigrúm til þess að sinna formsatriðum við nefndarfund sem óskað hafði verið hér eftir við forseta. Málinu er því frestað til næsta fundar og tekið út af dagskrá.