05.12.1983
Neðri deild: 20. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1361 í B-deild Alþingistíðinda. (1191)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ingvar Gíslason):

Það er nú komið þegar nokkuð fram á fundartíma, en enn eru ýmsir á mælendaskrá og náttúrlega væri ákaflega æskilegt ef við gætum náð samkomulagi um að ljúka þessari umr. og þá í góðu samstarfi við þingflokksformenn og þingflokkana. En hugmynd mín var reyndar sú að halda hér fund vegna þess að mikið liggur fyrir deildinni af málum sem við höfum ekki lokið og við sjáum fram á mikið annríki nú fyrir jólin. Þess vegna hefði engum átt að koma neitt á óvart þó að við hefðum haldið fund núna milli 6 og 7. En það hafa komið fram eindregin andmæli gegn því af sérstökum ástæðum af hálfu sjálfstæðismanna sem hafa bundið sig við annað og ég verð að taka tillit til þess. En á móti vona ég að það komi af hálfu þingflokksformanna að við getum í góðu samkomulagi lokið umr. um þetta mál utan dagskrár. Og ég treysti því jafnframt að þeir hv. þm. sem enn eiga eftir að tala reyni að stytta mál sitt sem verða má.