06.12.1983
Sameinað þing: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1365 í B-deild Alþingistíðinda. (1200)

21. mál, innheimtulaun vegna ríkissjóðstekna

Fyrirspurnin hljóðar svo:

Hverjar voru á árinu 1982 svo og fyrstu 6 mánuði þessa árs tekjur sýslumanna, yfirsakadómara, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta og tollstjórans í Reykjavík vegna innheimtu þeirra á ríkissjóðstekjum, sbr. lög nr. 84/1976, um laun starfsmanna ríkisins, og reglugerð nr. 320/1976, um laun innheimtumanna ríkissjóðs fyrir innheimtu?

Hverjar eru aðrar fastar launatekjur og önnur kjör ofangreindra aðila?

sundurliðun óskast hjá hverjum aðila fyrir sig svo og af hvaða ríkissjóðstekjum innheimtulaunin eru.

Skriflegt svar óskast.

Svar:

Um laun innheimtumanna ríkissjóðs fyrir innheimtu gildir reglugerð nr. 320/1976. Reglugerðin er sett skv. heimild í 25. gr. laga nr. 92/1955 um laun starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 84/1976 um breyting á þeim. 1. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:

„Sýslumenn, bæjarfógetar, lögreglustjórar og yfirsakadómarinn, yfirborgardómarinn og tollstjórinn í Reykjavík skulu hljóta laun vegna innheimtu samkvæmt reglugerð þessari.

Skulu innheimtulaun greidd vegna innheimtu ríkissjóðstekna. Þó skulu ekki greidd laun skv. reglugerð þessari vegna innheimtu aðflutningsgjalda, bensíngjalds, gúmmígjalds, gjalds skv. l. nr. 6/1976 eða innflutningsgjalds af bifreiðum og bifhjólum.

Þá skulu og greidd innheimtulaun skv. reglugerð þessari vegna innheimtu gjalda er innheimtumenn ríkissjóðs innheimta skv. embættisskyldu fyrir aðra aðila en ríkissjóð sbr. þó 11. gr. l. nr. 57/1949.“

Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar eru laun innheimtumanna reiknuð sérstaklega fyrir hvern eftirtalinna flokka innheimtra gjalda:

a) Tekju- og eignarskatt.

b) Söluskatt.

c) Aðrar ríkissjóðstekjur, sbr. þó 2. ml. 2. mgr. 1. gr. sem getið er um hér að framan.

d) Gjöld sem innheimtumenn ríkissjóðs innheimta fyrir aðra aðila.

Laun innheimtumanna skulu skv. 3. gr. reglugerðarinnar annars vegar vera háð fjárhæðum, sem til innheimtu eru árlega hjá hverjum innheimtumanni, en hins vegar skulu þau vera háð innheimtuhlutfalli. Um þessi atriði svo og annað er varðar útreikning innheimtumanna vísast til reglugerðarinnar. Þá fá innheimtumenn greidd sérstök innheimtulaun fyrir innheimtu skemmtanaskatts, sbr. 5. gr. laga nr. 58/1970 um skemmtanaskatt. Nema þau 2% af innheimtri fjárhæð.

Heildarinnheimtulaun vegna ársins 1982 námu samkvæmt ofannefndum lagaheimildum 1 951 000 kr. og skiptust þau sem hér segir eftir tegund innheimtu og milli 32 innheimtuembætta:

Innheimtu-

Þóknun

þóknun f.

skv. reglug.

skemmtana-

nr.320/1976

skatt

kr.

kr.

1.

48 000

2.

23 000

3.

53 000

1 000

4.

48 000

5.

39 000

6.

43 000

7.

46 000

8.

94 000

8 000

9.

23 000

10.

5 000

7 000

11.

71 000

12.

78 000

5 000

13.

96 000

5 000

14.

77 000

15.

99 000

16.

70 000

17.

32 000

18.

25 000

19.

46 000

20.

20 000

21.

34 000

22.

32 000

23.

93 000

24.

60 000

1 000

25.

40 000

26.

123 000

32 000

27.

49 000

28.

164 000

222 000

29.

7 000

30.

9 000

31.

9 000

32.

14 000

Innheimtulaun greiðast í tvennu lagi þannig, að í ágúst ár hvert er innheimtumönnum greitt upp í væntanleg innheimtulaun vegna ársins. Undanfarin ár hefur greiðsla þessi numið 60% af innheimtulaunum næstliðins árs. Í apríl árið eftir eru eftirstöðvarnar greiddar, en þá liggja fyrst fyrir nauðsynlegar upplýsingar um innheimtuárangur viðkomandi embættis. Eigi er unnt að tilfæra nákvæmlega hverjar eru innheimtutekjur þessara embættismanna fyrir sex fyrstu mánuði yfirstandandi árs. En samkvæmt framansögðu mun þeim hafa verið greidd í ágústmánuði sl. fjárhæð sem svarar til 60% af þeim innheimtulaunum sem að framan eru talin fyrir árið 1982.

Um önnur laun og kjör innheimtumanna ríkissjóðs er það að segja að sýslumenn taka laun samkvæmt BHM launaflokkum 120–124, mismunandi eftir starfsaldri. Tollstjórinn í Reykjavík og yfirborgarfógetinn í Reykjavík taka laun samkvæmt BHM launaflokki 125, en yfirsakadómari og yfirborgardómari samkvæmt BHM launaflokki 127. Yfirvinnugreiðslur til þeirra eru nokkuð mismunandi. Þannig fá sýslumenn og bæjarfógetar, sem ekki hafa löglærðan fulltrúa, greiddar 27 yfirvinnustundir á mánuði. Yfirvinnugreiðslur til annarra sýslumanna og bæjarfógeta, þó ekki í stærstu umdæmunum, nema 15 yfirvinnustundum á mánuði. Sýslumenn og bæjarfógetar í stærstu umdæmunum auk tollstjórans í Reykjavík fá hins vegar enga yfirvinnu greidda.

Jafnframt þessu hafa verið gerðir samningar við umrædda aðila um greiðslu fyrir notkun þeirra á eigin bifreiðum í þágu embættanna. Samningar þessir eru mismunandi eftir umdæmum (frá 3 000 km og upp í 11 000 km akstur á ári). Þá hafa umræddir aðilar um nokkurt skeið fengið greidd afnotagjöld af síma sem nemur fastagjaldi. Nýlega var þeim reglum breytt á þá lund að nú er þeim að auki greiddur tiltekinn hluti af umframskrefagjaldi. Um aðrar launagreiðslur til þeirra úr ríkissjóði er ekki að ræða. Hins vegar kunna þeir embættis síns vegna að hafa tekjur af öðru, sem þá er ekki greitt úr ríkissjóði. Má þar nefna umboðsstörf þeirra í þágu Tryggingastofnunar ríkisins, störf þeirra sem uppboðshaldarar, störf þeirra í þágu sýslufélaga o.fl. þess háttar. Fjármálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um tekjur þeirra vegna þessara starfa.