06.12.1983
Sameinað þing: 29. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1455 í B-deild Alþingistíðinda. (1286)

112. mál, nýting ríkisjarða í þágu aldraðra

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Mér finnst nú alveg nóg af ráðh. hérna, það þarf ekki fleiri. En (EG: Ég get út af fyrir sig alveg tekið undir það.) Ég efast ekkert um það, en ég skal koma spurningu hv. 5. landsk. þm. á framfæri við rétta aðila. En ég vil nota þetta tækifæri til að upplýsa að á jörðinni Kotmúla sem er nú að hluta til undir stjórn fjmrn., þ.e. húseignin, en jörðin tilheyrir landbrn., urðu nýlega makaskipti milli Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík og ríkissjóðs. Ríkissjóður eignaðist húseign austur í Kotmúla í skiptum fyrir skóla Ásu Jónsdóttur í Reykjavík. Húseignin og jörðin Kolmúli munu líklega verða afhent Félagi þroskaheftra undir sumarbústaði fyrir þeirra starfsemi.