07.12.1983
Neðri deild: 21. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1534 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

26. mál, fjármálaráðstafanir til verndar lífskjörum

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Mig langar að gera örstutta aths. við svör hæstv. fjmrh. Ég held að viðmiðun og mat ráðgjafa ríkisstj. í barnabótamálum hafi verið takmarkað eða rangt. Það skiptir að vísu máli hver heildarupphæðin úr ríkissjóði er, það er alveg rétt, en aðalatriðið er engu að síður hvar þær milljónir lenda. Rata þær í vasana sem minnst er í eða bætast þær ofan á rífleg laun foreldra sem t.d. eru alþm.?

Þó að framkvæmd slíkra uppbóta sé e.t.v. erfið í reynd er samt afar mikilvægt að hún sé réttlát. Og það atriði vildi ég undirstrika í máli mínu.