12.12.1983
Neðri deild: 24. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (1464)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Forseti (Ingvar Gíslason):

Með tilliti til orða hæstv. ráðh. tel ég að rétt sé að við frestum umr. um þetta mál.

Ég mun sem forseti beita þeim áhrifum sem ég kann að hafa til að ná samkomulagi um meðferð þessa máls. Ég treysti því að hv. þm. verði þá til viðtals um að við getum tekið þetta mál fyrir á næsta fundi Nd., sem getur ekki orðið fyrr en á miðvikudag, og þá gefum við okkur þann tíma í það sem eðlilegt er. Jafnframt vænti ég þess að þær umr. sem frekar fara fram um þetta leiði til þess að ekki fari óhóflegur tími eða óþarfur í umr. um þetta mál.