14.12.1983
Efri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1815 í B-deild Alþingistíðinda. (1505)

Um þingsköp

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Hér er að vísu um einfalt mál að ræða að því er mér sýnist. Engu að síður hlýt ég að harma að þessum málum skuli svo flýtt og bendi í því sambandi á að hér er um tölur að ræða í frv. um tekjustofna sveitarfélaga, sem er eins konar fylgifrv. með frv. um tekju- og eignarskatt. Hæstv. fjmrh. var að lýsa yfir áðan að allar tölur væru í endurskoðun. Maður hlýtur því að spyrja sjálfan sig að því: Er þetta frv. þá eitthvað að marka? Er þetta frv. þá með tölum sem eru að fara í endurskoðun eða er þetta frv. sem marktækt er hér til umr. í raun og veru?