14.12.1983
Efri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1816 í B-deild Alþingistíðinda. (1509)

Um þingsköp

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Virðulegi forseti. Ég vona að hv. þm. misvirði ekki þó að ég taki hér aftur til máls.

Í sambandi við athugasemdir um breytingar á tölum ætlaði ég nú að taka það fram í framsögu minni fyrir þessu frv. að auðvitað verður þetta frv. algjörlega í samræmi við þá afgreiðslu sem frv. um tekju- og eignarskatt fær.

Hins vegar vil ég, til þess að forðast misskilning, taka fram að ég er ekki að ætlast til að hv. þm. taki afstöðu til þessa máls án þess að hafa fengið tækifæri til að lesa það yfir. Ég geri enga kröfu til þess. Ég óska þess aðeins að tryggt sé að þetta frv. nái fram að ganga samhliða breytingum á tekju- og eignarskatti. Það er nauðsyn og ég vænti þess að hv. þm. fallist á að reyna að greiða fyrir því, en ég er alls ekki með neina kröfu hér sem félmrh. um þetta mál.