15.12.1983
Sameinað þing: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

139. mál, frysting kjarnorkuvopna

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Í tilefni af því að forsrh. tók til máls fannst mér ástæða til að taka smávegis fyrir þingsköp.

Þingflokkar eru núna önnum kafnir að greiða götu þeirra mála sem æskilegt er talið að afgreiða fyrir jól, þar með talinn sá málaflokkur sem hér hefur verið nú til efnislegrar umr., sem reyndar var ekki beint miðað að. Þetta á við með einni undantekningu þó, herra forseti.

Einn þingflokkur hefur séð sér það sæmandi að eyða miklum tíma í umr. um mál sem jaðrar að mínu viti við ólöglegt athæfi. Þeir hafa meira að segja talið sér það sæmandi að kjósa hæstv. forsrh. til þess hlutverks að hafa áhrif á ráðningu í embætti bankastjóra. (Forseti: Ég vil biðja hv. þm. að halda sér við þingsköp. Það er ekki leyfilegt að ræða hér annað en þingsköp.) Ég vil beina því til yðar, herra forseti, að þér beinið starfi þessara þm. aftur á réttar brautir.