15.12.1983
Sameinað þing: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1875 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

87. mál, lífeyrismál sjómanna

Flm. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Till. um lífeyrismál sjómanna gerir ráð fyrir því að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að skipa nefnd til að athuga lífeyriskjör sjómanna í því skyni að samræma lífeyriskjörin. Í grg. er ítarlega gerð grein fyrir þeim vanda sem hér er um að ræða, þ.e. mismunandi réttur sjómanna til lífeyris eftir því hvar þeir eru í lífeyrissjóði og hvar þeir eru búsettir á landinu.

Ég tel enga ástæðu til þess, herra forseti, að fjölyrða frekar um málið á þessu stigi vegna þess að mér er annt um að það komist hið fyrsta til nefndar og nefndin leiti umsagnar viðeigandi aðila. Þess vegna leyfi ég mér með þessari stuttu ræðu að leggja til að málinu verði vísað til hv. allshn. og síðan til framhaldsumræðu.