15.12.1983
Neðri deild: 26. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í B-deild Alþingistíðinda. (1593)

128. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Forseti (Ingvar Gíslason):

Vegna þessara orða vil ég minna á að í dag var gert ráð fyrir mjög stuttum fundum hér í þessari deild. Það voru aðeins tvö mál á dagskrá og ekki líkur fyrir því að þetta yrði mjög langur fundur. Þessari dagskrá var einmitt stillt upp með þessum hætti með tilliti til þess að nefndir gætu starfað þeim mun fremur.

Ætlun mín var að hefja hér utandagskrárumræður. Þá ætlaði hv. 4. þm. Norðurl. e. að beina fsp. til hæstv. landbrh. og hann mun vera á leiðinni í þinghúsið en hann á ekki sæti í þessari deild. Á meðan við bíðum hans verður gert fundarhlé í fimm mínútur. — [Fundarhlé.]

Lokið var umr. um annað dagskrármálið, verðjöfnunargjald af raforku, en eftir var að greiða um það atkv.