16.12.1983
Efri deild: 32. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (1614)

59. mál, innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Virðulegi forseti. Fjh.- og viðskn. athugaði þetta mál í morgun og var að vonast til að geta kannske stuðlað að því að málið gengi hér í gegn án þess að það kæmi beint til nefndarinnar, en ég er þakklátur hæstv. ráðh. fyrir að gera till. um að nefndin fái þetta til frekari athugunar vegna þess að í önn dagsins gekk erfiðlega að ná saman mönnum. Þeir voru, bæði við og aðrir, meira og minna uppteknir í öðrum málum, sérstaklega lánsfjáráætlun og slíku. En við munum áreiðanlega öll reyna að greiða fyrir framgangi þessa máls í n. eins fljótt og við getum.