16.12.1983
Efri deild: 32. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (1626)

147. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Aths. mín skal vera örstutt.

Svar hæstv. fjmrh. staðfestir nákvæmlega það sem ég sagði áðan, að sú ríkisstj. sem hann situr í er ríkisstj. fyrirtækjanna en ekki fólksins. (Fjmrh.: Hvað verður um fólkið ef fyrirtækin hrynja?)