16.12.1983
Neðri deild: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1921 í B-deild Alþingistíðinda. (1646)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Í þeim umr. sem hér fóru fram komu fram margvíslegar spurningar. Ég fór ekki út í það að svara hverri spurningu fyrir sig, heldur rakti öll þau meginefnisatriði sem komu fram í þessum spurningum. Ég tel mig hafa svarað í meginatriðum þeim spurningum sem fram komu í umr. Ef svo er ekki þá veit ég að hér eiga eftir að verða nokkrar umræður og ég get áreiðanlega svarað einhverju betur. En ég tel mig hafa svarað í meginatriðum þeim spurningum sem hér komu fram, án þess að rekja það sem fram kom hjá einstökum ræðumönnum. Þegar málinu var vísað til n. hafði ég aðeins til umráða 10–15 mín. Ég er ekki með þessu að segja að ég muni ekki leitast við að svara öðru því sem hér kemur fram í umr. en ég mótmæli algerlega því sem hv. þm. sagði hér áðan.