16.12.1983
Neðri deild: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1949 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég þarf sennilega að gera hlé á þessum umr. fljótlega. Í fyrsta lagi hafa sjálfstæðismenn óskað eftir að halda stuttan þingflokksfund. Í öðru lagi stendur til að sjútvn. Nd. komi saman. Hugmynd mín var að reyna að stilla þetta sem skynsamlegast saman. Eins og hv. þdm. vita er búið að dreifa dagskrá fyrir 29. fund og tvö mál komin þar á dagskrá, verðjöfnunargjald af raforku og almannatryggingar. Hugmynd mín var sú að ræða þau mál og síðan að loknum þeim fundi, sem naumast verður langur þar sem ég á varla von á að þar verði mikil umr., að setja þá enn nýjan íund og taka á dagskrá nokkur mát, þ. á m. það mál sem við erum að ræða núna, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

En sannleikurinn er sá, að ég er að doka við eftir tilkynningu frá formanni þingflokks Sjálfstfl. áður en mér virðist skynsamlegt að koma á þeirri skipan sem ég er nú að greina frá.

Eins og ég tilkynnti áðan mun ég nú ljúka þessum fundi og setja nýjan fund og á eftir þeim fundi enn nýjan fund.