16.12.1983
Neðri deild: 29. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (1668)

128. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Iðnrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Þá er að því komið að greiða atkv. um stórkostlega gjaldtöku, þar sem um er að tefla verðjöfnunargjald af raforku, sem nemur nær 400 millj. kr., eftir þeim útreikningi sem ég fékk 358 millj., en eftir annarra útreikningi 376 millj. kr. Mér sýnist að hv. Nd. sé ekki þann veg skipuð að um veigamiklar brtt., sem þar eru fram bornar, sé fært að greiða atkv. Þess vegna fer ég fram á að hæstv. forseti vor fresti atkvgr. þar til deildin er fullskipuð. (Forseti: Við þessu verður orðið. En ég mun gera tilraun til að hringja einu sinni enn. Ég vildi gjarnan geta lokið þessari atkvgr. Mér er sagt að menn séu að koma af nefndafundum og ég vona að hv. þdm. hafi aðeins biðlund. — Eins og sjá má leggur hv. deild þann metnað í atkvgr. að sem flestir séu viðstaddir. Ég vona að menn taki því vel að bíða nokkra stund enn.)